Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

VF í 30 ár: Grindvíkingar Íslandsmeistarar í fyrsta sinn
Mánudagur 23. apríl 2012 kl. 15:32

VF í 30 ár: Grindvíkingar Íslandsmeistarar í fyrsta sinn



Það er ekki úr vegi að rifja upp þegar Grindvíkingar fögnuðu sínum fyrsta og eina Íslandsmeistaratitli í körfubolta fyrir 16 árum síðan. Bikarinn fór á loft á heimavelli Grindvíkinga þann 12. apríl árið 1996 þegar Grindvíkingar sigruðu Keflvíkinga í þriðja sinn 73:96. Einvígi liðanna var afar skemmtilegt og þurfti oddaleik til að skera úr um sigurvegarana.

Rodney Dobart, Bandaríkjamaðurinn í liði Grindavíkur á þessum tíma sýndi tilþrif í þessari rimmu sem hafa líklega ekki sést síðan í íslenskum körfubolta, og ólíklegt að það muni gerast í nánustu framtíð. Hjörtur Harðarson var valinn leikmaður úrslitakeppninnar og leikmenn eins og Helgi Jónas Guðfinnsson og Páll Axel Vilbergsson voru að stíga sín fyrstu skref í boltanum en þjálfari liðsins var Friðrik Ingi Rúnarsson.



Hér að ofan má sjá myndir úr Víkurfréttum frá því í apríl árið 1996 og að neðan má sjá ótrúleg tilþrif frá Dobart úr rimmunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024