Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

VF í 30 ár: Evrópudraumur ÍRB úti er Örlygur spilar sinn fyrsta Evrópuleik
Föstudagur 16. mars 2012 kl. 13:35

VF í 30 ár: Evrópudraumur ÍRB úti er Örlygur spilar sinn fyrsta Evrópuleik



Margir körfuboltaunnendur sem komnir eru vel á þrítugsaldurinn muna vel eftir því þegar að Keflvíkingar og Njarðvíkingar sameinuðu krafta sína í karlaboltanum í körfunni og léku undir merkjum ÍRB í Evrópukeppninni árið 1999. Á þessum tíma voru þessi lið sterkust á landsvísu eins og svo oft áður og fjömargir landsliðsmenn innan raða beggja liða.

M.a. voru þarna: Gunnar Einarsson, Jón Hafsteinsson, Páll Kristinsson, Teitur Örlygsson, Fridrik Pétur Ragnarsson, Fannar Ólafsson, Hjörtur Harðarson, Gudjón Skúlason, Friðrik Stefánsson, Hermann Hauksson og ungur og efnilegur leikmaður að nafni Örlygur Aron Sturluson. Nú stendur til að gera heimildarmynd um Örlyg sem lést aðeins 18 ára gamall en hann var einn af efnilegustu leikmönnum landsins á sínum tíma og var þegar byrjaður að leika með A-landsliði Íslands. Frétt á Vísi um myndina um Örlyg.

Þann 5. nóvember árið 1999 lék Örlygur sinn fyrsta Evrópuleik gegn Lugano frá Sviss en sá leikur tapaðist 72-78. Gunnar Einarsson var stigahæstur ÍRB manna með 23 stig, þar af 7 þriggja stiga körfur en Örlygur kom honum næstur með 18 stig og 6 fráköst í þessari frumraun sinni. ÍRB liðar léku svo tvo leiki til viðbótar en ekki komust þeir upp úr riðlinum, en ásamt ÍRB voru þarna: London Leopards (England), Lugano Snakes (Sviss), Äänekosken Huima (Finnland) og SLUC Basket (Frakkland).

Hér að neðan má sjá fréttina úr Víkurfréttum frá 5. nóvember



 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024