Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Vetrargolf í Sandgerði
Mánudagur 10. nóvember 2008 kl. 15:18

Vetrargolf í Sandgerði


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/VF: Kylfingar létu strekkings vind  ekki hafa áhrif á sig á Kirkjubólsvelli í gær.

Opið golfmót, Styrivaxtamótið, fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í gær, sunnudag. Spilaður var höggleikur með og án forgjafar. Töluverður vindur var á vellinum og setti það mark sitt á skor keppenda. Annars er völlurinn í fínu ástandi og var leikið inn á sumarflatir. 50 keppendur mættu til leiks og skemmtu sér vel við golfleik. Eftir að leik lauk beið eftir keppendum rjúkandi heitt kakó, vöfflur með rjóma, sem var innfalið í þátttökugjaldinu sem var mjög stillt í hóf, eða 1.500 krónur.

Örn Ævar Hjartarson úr GS lék best án forgjafar, á 71 höggi eða einu höggi yfir pari vallar. Hann fékk 2 fugla og 3 skolla á hringnum. Ragnar Geir Hilmarsson úr GKG sigraði hins vegar í keppni með forgjöf, á 71 höggi nettó, en þess má geta að Örn Ævar og Ragnar voru saman í holli.

Golfklúbbur Sandgerðis hyggst vera með fleiri opin mót í vetur, ef jörð verður auð og aðstæður leyfa.

Þrír efstu í höggleik án forgjafar:
1 Örn Ævar Hjartarson GS  71 +1
2 Annel Jón Þorkelsson GSG 75 +5
3 Rafn Stefán Rafnsson GO 78 +8

Þrír efstu í höggleik með forgjöf:
1 Ragnar Geir Hilmarsson GKG  71 nettó
2 Annel Jón Þorkelsson GSG 73
3 Gústav Alfreðsson GR  73