Vertu rétt klæddur á stóra leiknum
Ýmis Keflavíkurvarningur til sölu
Vakin er athygli á því að hægt er að kaupa Keflavíkurhúfur og trefla um leið og fólk kaupir miða á bikarúrslitaleikinn en forsala stendur fram á föstudag í bílasölu K. Steinarsson (Kia-umboðinu, Holtsgötu) kl. 10:00 - 18:00 alla dagana. Í K-sport á Hafnargötu er svo mikið úrval af vörum sem merktar eru með Keflavíkurmerkinu.
Einnig verður hægt að nálgast Keflavíkurvörur í Ölveri á laugardaginn og einnig verður sala í anddyri Laugardalshallar fyrir leikinn. Þar verða húfur, treflar, gamlir búningar og fleira til sölu.
Trefill kostar 4000 kr og húfur kosta 3000 kr. Fyrirsætan er hinn víðfægi leikari Oddur Sæmundsson.