Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vertu rétt klæddur á stóra leiknum
Fimmtudagur 14. ágúst 2014 kl. 11:06

Vertu rétt klæddur á stóra leiknum

Ýmis Keflavíkurvarningur til sölu

Vakin er athygli á því að hægt er að kaupa Keflavíkurhúfur og trefla um leið og fólk kaupir miða á bikarúrslitaleikinn en forsala stendur fram á föstudag í bílasölu K. Steinarsson (Kia-umboðinu, Holtsgötu) kl. 10:00 - 18:00 alla dagana. Í K-sport á Hafnargötu er svo mikið úrval af vörum sem merktar eru með Keflavíkurmerkinu.

Einnig verður hægt að nálgast Keflavíkurvörur í Ölveri  á laugardaginn og einnig verður sala í anddyri Laugardalshallar fyrir leikinn. Þar verða húfur, treflar, gamlir búningar og fleira til sölu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Trefill kostar 4000 kr og húfur kosta 3000 kr. Fyrirsætan er hinn víðfægi leikari Oddur Sæmundsson.

Munum eftir #vikurfrettir hashtagginu á laugardaginn.