Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Verkmáttur styður handboltann
Þriðjudagur 25. ágúst 2009 kl. 10:33

Verkmáttur styður handboltann

Verkmáttur verður aðalstyrktaraðili 7. og 8. flokks Handknattleiksfélag Reykjanesbæjar næstu 3 árin, en það eru iðkendur á aldrinum 6 - 10 ára sem Verkmáttur mun styðja við bakið á.

„Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir uppbyggingu handboltans hérna í bæjarfélaginu að svona fyrirtæki eins og Verkmáttur séu til í að styðja við bakið á okkur.  Við byrjuðum með handboltann síðasta haust og það kostar mikinn pening að fjárfesta í boltum og búningum fyrir sjö flokka. Að fá svona stuðning breytir öllu fyrir handboltann og gerir okkur bjartsýn fyrir komandi vetur,“ segir Einar Sigurpálsson hjá Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar .

Verkmáttur ehf.  er alhliða verkfræðistofa á sviði byggingarframkvæmda, með aðsetur að Hafnargötu 91 í Reykjanesbæ. Fyrirtækið er í eigu Péturs Bragasonar og  starfsmenn þess eru 4.

„Okkur langaði að styðja við bakið á yngri kynslóðinni og uppbyggingu handboltans hér í Reykjanesbæ,“ sagði Pétur Bragason hjá Verkmætti.

„Handboltaæfingar byrja á fullu um miðjan september og hvetjum við flesta til þess að skrá sig þegar skráning hefst,“ sagði Einar Sigurpálsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024