Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Verður Tyson-Thomas klár í slaginn?
Sandra Lind Þrastardóttir úr Keflavík og Páína Gunnlaugsdóttir. Mynd/karfan.is
Föstudagur 20. febrúar 2015 kl. 00:01

Verður Tyson-Thomas klár í slaginn?

Grindavík og Keflavík hafa aðeins mæst einu sinni áður í úrslitaleik

Kvennalið Keflavíkur og Grindavíkur eigast við í bikarúrslitaleiknum í Poweradebikar KKÍ á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 13:30 í Laugardalshöll. Þetta er aðeins í annað sinn sem þessi lið mætast í úrslitum. Árið 1994 léku þessi lið til úrslita og þá var boðið upp á hörkuspennu, en Keflavík landaði naum sigri 56-53.
 
Staða liðanna í deildinni er ekki ólík en Keflavík er í öðru sæti og Grindavík í því þriðja. Liðin áttust við á dögunum í Dominosdeildinni þar sem Grindavík hafði betur en í lið Keflavíkur vantaði þrjá lykilmenn og þar á meðal bandaríska leikmanninn Carmen Tyson-Thomas sem er rifbeinsbrotinn. 
 
Það er óvíst hvort Tyson-Thomas verður með í bikarúrslitaleiknum og Falur Harðarson formaður kkd. Keflavíkur hefur haldið spilunum þétt að sér þegar hann hefur verið inntur eftir stöðunni á Tyson-Thomas.
 
Í fyrri leik liðanna sigraði Keflavík með yfirburðum, 106-57.
 
Það verður mikið um að vera hjá báðum liðum á leikdegi og eru stuðningsmenn beðnir um að fylgjast með auglýsingum um sætaferðir og atburði á heimasíðum – og fésbókarsíðum liðanna. Keflvíkingar ætla að „hertaka“ hvítu stúkuna í Laugardalshöllinni og Grindvíkinga verða án efa með fjölmenni á leiknum.
 
Bæði lið eru með forsölu og skiptir það miklu máli fyrir deildirnar að selja sem mest í forsölu því þá fá liðin sinn hluta af miðasölunni óskiptan í sinn hlut. Miðar við inngang og þeir sem keyptir eru á midi.is skiptast í fernt á milli liðanna sem eru í úrslitaleiknum  - en Stjarnan og KR eigast við í bikarúrslitum karla.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024