Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Verður Reynir í 1. eða 2. sæti?
Föstudagur 19. ágúst 2005 kl. 17:57

Verður Reynir í 1. eða 2. sæti?

Reynir Sandgerði hefur þegar tryggt sér þáttökurétt í úrslitum 3. deildar en þeir leika í B-riðli. Ásamt Reyni hefur Sindri tryggt sér þátttöku í úrslitunum. Á morgun fer fram lokaumferð í B-riðli 3. deildar og þá ræðst hvort Sindri eða Reynir hafnar í 1. sæti riðilsins.

Leikur Reynis og Árborgar hefst kl. 14:00 á Selfossvelli á morgun en með sigri tryggir Reynir sér fyrsta sæti í riðlinum og andstæðing í úrslitakeppninni sem hafnaði í 2. sæti síns riðils. Sindri leikur gegn Ægi og því spennandi að sjá hvort liðið taki toppsætið. Aðeins eitt stig skilur á milli Reynis og Sindra.

Staðan í riðlinum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024