Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Verður kátt í Toyotahöllinni?
Föstudagur 4. apríl 2008 kl. 11:58

Verður kátt í Toyotahöllinni?

Keflavík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfuknattleik í kvöld þegar þriðja úrslitaviðureign liðsins gegn KR fer fram í Toyotahöllinni í Keflavík. Leikurinn hefst kl. 19:15 en staðan er 2-0 fyrir Keflavík og með sigri mun sá stóri hefjast á loft.

 
Fyrsta viðureign liðanna var spennuþrungin þar sem Keflavík fór með nauman 82-81 sigur af hólmi en munurinn á liðunum var heldur meiri í Vesturbænum á þriðjudagskvöld þar sem Keflavík vann 71-84. TaKesha Watson var valin besti maður leiksins í fyrsta leiknum og Pálína María Gunnlaugsdóttir var valin besti leikmaðurinn í öðrum leiknum.
 
Þeir leikmenn sem valdir eru bestu leikmenn í hverri úrslitaviðureign fá að gjöf farmiðaúttekt hjá Iceland Express.
 
Vesturbæingar hafa verið illviðráðanlegir í fráköstunum en Keflvíkingar hafa svarað því með grimmum varnarleik og hröðum sóknum. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur var vissulega sáttur við sigurinn í DHL-Höllinni en sagði að til þess að Keflvíkingar yrðu Íslandsmeistarar á morgun þá þyrfti liðið að leika mun betur en það gerði í öðrum leiknum.
 
,,Ef við mætum ekki í kvöld þá töpum við. Það er bara þannig. Við þurfum að leggja miklu meira á okkur heldur en við gerðum í þessum öðrum leik. Það gerist bara á móti góðu liði eins og KR að þegar þú slakar eitthvað á þá skjóta þær þig bara í kaf,” sagði Jón Halldór og kvaðst spenntur fyrir kvöldinu. 
 
,,Það væri stórkostlegt að geta klárað þetta heima í kvöld en til þess að það sé hægt verðum við heldur betur að leggja á okkur.”
 
VF-Mynd/ [email protected]TaKesha Watson hefur leikið glimrandi vel með Keflavík sem og Birna Valgarðsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024