Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Verður dúndurslagur gegn Fylkismönnum
Hér eru reynsluboltarnir á fullu í leiknum við Leikni í síðasta leik. VF-myndir/hilmarbragi.
Laugardagur 20. maí 2017 kl. 07:00

Verður dúndurslagur gegn Fylkismönnum

-segir Hólmar Örn Rúnarsson, hinn reynslumikli knattspyrnumaður í Keflvíkurliðinu

„Þetta verður dúndur slagur gegn Fylkismönnum. Þeim er spáð efsta sætinu og okkur í annað sætið. Þannig að það skiptir miklu máli að ná allavega stigi út úr leiknum, best væri að ná öllum þrem. Það væri gott fyrir sjálfstraustið að vinna þennan leik,“ segir Hólmar Örn Rúnarsson, einn reynslumesti leikmaður Inkasso-deildarliðs Keflvíkinga í knattspyrnu.

Hólmar Örn er næst elsti leikmaður liðsins, aðeins Jóhann Birnir Guðmundsson er eldri en þeir félagar hífa upp meðalaldurinn í liðinu og reynsluna. Hólmar Örn lék nánast ekkert í fyrra vegna meiðsla. „Ég sleit liðbönd í fyrra og spilaði ekkert það árið. Kom inn á í 20 mínútur í síðasta leik og er bara bjartsýnn á framhaldið. Sumarið leggst vel í mig.  Við erum með ungt lið þar sem margir eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Við sem eru eldri þurfum að vera duglegir að styðja þá.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar sækja Fylkismenn heim á sunnudaginn 21. maí.

 

Hólmar í leik með Keflavík gegn ÍA í hitteðfyrra.