Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 5. febrúar 2004 kl. 11:30

Verður Brandon með Njarðvíkingum á laugardaginn?

Samkvæmt heimasíðu Njarðvíkur eru líkur á því að Brandon Woudstra, stigahæsti maður liðsins í ár, verði orðinn leikfær fyrir laugardaginn og spili með sínum mönnum gegn Keflavík í úrslitaleik Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. Eins og flestir vita snéri Brandon sig illa á ökkla í nágrannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur um síðustu helgi, en heimasíðan hefur eftir honum að hann sé nokkuð bjartsýnn með að ná sér, en málin myndu skýrast á æfingu í kvöld. Brandon bætir því við að hann hlakki mikið til leiksins því viðureignirnar við Keflavík væru alltaf skemmtilegastar en erfiðar.

Keflvíkingar eru hins vegar búnir að útiloka að Falur Harðarson, annar þjálfara þeirra og stigahæsti íslenski leikmaður, verði með í Höllinni, en hann mun hefja æfingar á ný eftir helgi eftir að hafa verið frá í sjö vikur. Þá eru minnst tvær vikur í að Fannar Ólafsson verði leikfær eftir að hafa brotið þumalfingur í leik fyrir nokkru.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024