VERÐUM ÓÁRENNILGIR HEIM AÐ SÆKJA Í SEINNI UMFERÐINNI
„Leikurinn gegn Víkingum í kvöld verður gífurlega erfiður því að bæði lið þurfa á stigunum að halda í fallbáráttunni. Ég er mjög ósáttur við stöðu liðsins í deildinni eftir fyrri umferðina því að það býr mun meira í liðinu en stigataflan gefur til kynna. Við höfum við verið að leika vel á köflum en ekki náð að halda einbeitingu út suma leikina sem hefur reynst dýrkeypt. Það er ljóst að við munum koma ákveðnir til leiks í seinni umferðinni og berjast til hins síðasta blóðdropa eins og Keflavík hefur verið þekkt fyrir í gegnum árin. Við munum nýta okkur reynsluna úr fyrri umferðinni til að betrumbæta okkar leik og forðast þau mistök sem við höfum verið að gera. Ég held að ég geti fullyrt að við verðum óárennilegir heim að sækja í seinni umferðinni og vona ég að sem flestir Keflvíkingar komi, sjái okkur í ham, og styðji dyggilega við bakið á okkur sagði Kristján Brooks, Keflavík.