Verðum að klára færin okkar
Keflavík og Breiðablik mætast í þriðju umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann kl. 19:15. Færeyski landsliðsmaðurinn Símun Samuelsen hefur gert tvö mörk í tveimur leikjum fyrir Keflavík það sem af er leiktíðinni og það virðist skipta litlu máli hvar á vellinum Símun spilar hann skilar alltaf sínu. Keflavík burstaði Breiðablik 5-0 á Keflavíkurvelli í fyrra en máttu sætta sig við 2-1 tap í Kópavogi í síðari deildarleik liðanna. Símun á von á erfiðum leik í kvöld og segir dómara
,,Ef ég hefði verið dómarinn þá hefði ég dæmt rautt spjald,” sagði Símun en brotið var á Símun á fyrstu mínútu leiksins gegn FH á sunnudag þar sem Íslandsmeistararnir fóru með 2-1 sigur af hólmi. ,,Dómarinn sagði að ég hefði ekki verið kominn í gegn og því hefur honum fundist þetta vera gult spjald, það var samt togað vel í mig og ég missti jafnvægið. Dómararnir
Nokkuð stöðuflakk hefur verið á Símun í Keflavíkurliðinu en sjálfur segist hann geta leyst flestar stöður nema þær í vörninni. ,,Við erum með góða miðjumenn og ég er ekki að fara að taka stöðurnar þeirra,” sagði Símun sem oftast leikur annað hvort á hægri eða vinstri kanti og stundum er honum telft í fremstu víglínu en Símun er færeyskur landsliðsmaður sem á sterkar rætur að rekja til Íslands. ,,Mamma er flutt hingað til Keflavíkur og eiginlega öll fjölskyldan hennar mömmu. Afi
VF-Mynd/ [email protected] - Símun í leik gegn FH á dögunum.