Verðlaunuðu Víðisstúlkur fyrir frábæran árangur
Víðisstúlkur eru Íslandsmeistarar í 5. flokki kvenna í futsal en úrslitakeppnin í futsal fór fram í Garðinum á dögunum. Fimm lið mættu til keppni en auk Víðis voru það Breiðablik, Fylkir, Hvöt, Haukar og Skagamenn áttu einnig lið í úrslitunum en Skagamenn mættu ekki með sitt lið.
Víðisstúlkur eru með hörkulið í þessum aldursflokki því þær unnu alla sína leiki og enduðu með markatöluna 8 - 1. Fengu aðeins á sig eitt mark í öllum mótinu. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Víðis í yngri flokkum.
Í morgun var 5. flokki Víðis veitt viðurkenning fyrir árangur sinn. Það voru Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna og Hólmfríður Magnúsdóttir, atvinnumaður í knattspyrnu í Bandaríkjunum, sem veittu stúlkunum viðurkenningu. Þá fengu þær einnig boð um að fara í bíó og pizzaveislu frá Knattspyrnufélaginu Víði.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Garðinum í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi