Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Verðlaun í boði fyrir upplýsingar um skemmdarvarg
Föstudagur 12. ágúst 2011 kl. 11:18

Verðlaun í boði fyrir upplýsingar um skemmdarvarg

Verðlaun eru í boði fyrir upplýsingar um skemmdarvarg sem gerði sér að leik að ganga yfir bifreið við heimahús við Fífudal í Innri Njarðvík seint í fyrrakvöld eða fyrri nótt. Fótspor eru á bretti, húddi og toppi bifreiðarinnar og það sem meira er að eitthvað oddhvasst hefur verið undir skósólanum því bifreiðin er töluvert rispuð eins og m.a. má sjá á efri myndinni með þessari frétt.

Samkvæmt mati á tjóninu á bílnum er það ekki undir 250.000 krónum en sprauta þarf frambretti, húddlok og topp, auk þess sem skipta þarf um rispaða framrúðu. Eigandi bílsins er tilbúinn að greiða verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til þess að gerandinn finnist. Fólk er því beðið um að rifja upp hvort það hafi orðið vart við mannaferðir í götunni seint á miðvikudagskvöld eða aðfaranótt fimmtudags. Upplýsingum má koma til lögreglunnar á Suðurnesjum eða Halldórs í síma 618 6778.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024