Verða Haukar deildarmeistarar í kvöld?
 Heil umferð fer fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15 en Haukakonur geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Grindavík í Röstinni í kvöld.
Heil umferð fer fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15 en Haukakonur geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Grindavík í Röstinni í kvöld.
Þá tekur Keflavík á móti ÍS í Sláturhúsinu og Breiðablik fær KR í heimsókn.
VF - mynd/ frá viðureign Hauka og Grindavíkur fyrr á leiktíðinni.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				