Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Á myndinni eru þeir Úlfur, Júlíus og Guðbergur ásamt nokkrum vöskum félögum og iðkendum úr félaginu.
Laugardagur 22. maí 2021 kl. 06:13

Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness fyrirmyndarfélag ÍSÍ

„Við ákváðum að fara í þessa vegferð og hvað við erum glöð með að hafa lagt í alla þessa vinnu! Við höfum lært ótrúlega mikið á gerð handbókarinnar í tengslum við vottunina og það er þægilegt að hugsa til þess, ef eitthvað kemur upp á við æfingar eða keppni hjá félaginu, að við höfum nú tækin og tólin til að bregðast við og vinna úr þeim málum,“ sagði Júlíus Ævarsson, formaður Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness, við afhendingu gæðavottunarinnar Fyrirmyndarfélag ÍSÍ þann 20. apríl síðastliðinn. Félagið, sem er aðildarfélag Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, er fyrsta félagið um vélhjólaíþróttir sem hlýtur slíka gæðavottun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úlfur H. Hróbjartsson, meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ og meðlimur fagráðs Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, afhenti Júlíusi viðurkenninguna á starfssvæði félagsins við Sólbrekku. Guðbergur Reynisson, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, var einnig viðstaddur afhendinguna sem og félagar og iðkendur úr félaginu.