Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 24. september 2002 kl. 13:42

Velemir sýnir Keflavík áhuga

Þó nokkur áhugi virðist vera fyrir þjálfarastöðu knattspyrnuliðs Keflavíkur og hafa nokkrir hérlendir þjálfarar sýnt áhuga á starfinu að sögn Rúnars Arnarssonar formanns knattspyrnudeildarinnar. Eins og fram hefur komið mun Kjartan Másson ekki halda áfram sem þjálfari liðsins enda var það ljóst frá upphafi að hann yrði aðeins með liðið eitt tímabil. Rúnar sagði í samtali við Víkurfréttir að stjórnin myndi á næstu vikum ákvarða hver yrði næsti þjálfari liðsins en eins og staðan væri í dag væri ekkert ákveðið í þeim efnum.Vitað er að Velemir Sercic hefur sýnt áhuga á því að taka við liðinu og það staðfesti Rúnar. Hann sagði hins vegar að ekkert væri búið að ræða við Vele né aðra þjálfara og því væri málið enn sem komið er á byrjunarstigi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024