Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vel sótt Sparisjóðsmót Badmintondeildar Keflavíkur
Þriðjudagur 6. nóvember 2007 kl. 17:47

Vel sótt Sparisjóðsmót Badmintondeildar Keflavíkur

Sunnudaginn 4. nóvember síðastliðinn var hið árlega unglingamót Sparisjóðs Keflavíkur í badminton haldið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Mótið hefur verið árlegur viðburður í all mörg ár og verið eitt fjölmennasta badmintonmót unglinga yngri en 15 ára.

 

Í ár varð engin breyting þar á enda keppendur um 130 sem mættu til leiks frá 9 félögum. Keppt var í þremur flokkum í úrsláttarkeppni með aukaflokki í aldurshópunum u-15 og u-13 en riðlafyrirkomulag í aldurshópnum u-11 sem var fjölmennastur.

 

Keppendur í u-11 fengu allir viðurkenningu fyrir þátttöku og fékk hver keppandi að spila 4-5 leiki en eingöngu var leikinn einliðaleikur og mæltist þetta mjög vel fyrir. Í hinum   aldurshópunum var leikið með útsláttarfyrirkomulagi með aukaflokki í einliðaleik, og einnig var leikin tvíliðaleikur þar. Í einliða komst Haraldur Jónsson frá Keflavík í útslit og lenti hann í 2 sæti.

 

Mótið fór í alla staði mjög vel fram og var stýrt af röggsemi af Jónasi Þorsteinssyni mótsstjóra. Vill stjórn Badmintondeildar Keflavíkur þakka Sparisjóðnum í Keflavík fyrir stuðninginn.

 

www.keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024