Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vel sótt íþróttaþing í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 5. maí 2010 kl. 11:10

Vel sótt íþróttaþing í Reykjanesbæ

Íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar og Íþrótta-og tómstundaráð Reykjanesbæjar stóðu fyrir samráðsfundi um stöðu íþróttamála í Reykjanesbæ á Nesvöllum í gærkveldi sem var vel sóttur.


Á fundinum var farið yfir þær framkvæmdir sem bæjarfélagið hefur staðið fyrir á undanförnum árum í uppbyggingu íþróttamannvirkja.Í framhaldi voru umræður í hópum um áherslur til áframhaldandi uppbyggingar á næstu árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Rætt var um rekstrar- og styrktarsamninga við íþróttaheyfinguna og hvort þeir hafi skilað tilætluðum árangri. Fjallað var um stuðning við innra starf íþróttahreyfingarinnar og samstarf hennar og bæjaryfirvalda.


Í lokin kynntu umræðuhópar niðurstöður sínar.