VEL KLÆDDUR
Friðrik Rúnarsson hefur farið fremstur í flokki flott klæddra þjálfara í körfunni. Verslunin Persóna í Keflavík hefur alltaf klætt Frikka en eins og sjá má á þessari mynd lætur hann oft í sér heyra. Það er óhætt að segja að hann taki sig vel út á þessari mynd Halldórs Rósmundar í Ljónagryfjunni í Njarðvík á dögunum, öskrandi á sína menn með brosandi lukkudýr UMFN fyrir ofan.