Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vel heppnuðu Nettómóti lokið
Keflavíkurstelpur sáttar með Nettómótið. VF-myndir: Sólborg Guðbrands.
Mánudagur 4. mars 2019 kl. 06:00

Vel heppnuðu Nettómóti lokið

Nettómótinu í körfuknattleik lauk í gær eftir annasama en vel heppnaða helgi. Mótið, sem haldið er ár hvert, er skipulagt af körfuknattleiksdeildum Keflavíkur og Njarðvíkur í samstarfi við Reykjanesbæ og í ár tóku á annað þúsund börn þátt í mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðrið lék við iðkendur og aðra sem að mótinu komu í Reykjanesbæ um helgina en ýmis afþreying var í boði fyrir þátttakendur utan keppni, svo sem kvöldvaka, bíósýningar og leiksvæði í Reykjaneshöll. Þegar líða tók á keppni á sunnudeginum bauð Langbest svöngum leikmönnum í pizzuveislu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Þátttakendurnir í ár voru stelpur og strákar fædd árið 2008 og síðar og komu þeir víðsvegar að af landinu. Á Nettómótinu eru stig leikjanna ekki talin og standa allir uppi sem sigurvegarar.

Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir á verðlaunaafhendingu Nettómótsins.


Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, afhendir þátttakendum medalíur eftir keppni.