Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vel heppnuð heimsókn Keflvíkinga til Úlfanna
Föstudagur 26. október 2007 kl. 15:05

Vel heppnuð heimsókn Keflvíkinga til Úlfanna

Knattspyrnumennirnir Sigurbergur, Viktor, Valgeir og Kristján eru komnir heim reynslunni ríkari eftir virkilega vel heppnaða heimsókn til hins fornfræga félags Wolverhampton Wanderers á Englandi.  Vel var tekið á móti hópnum og allur aðbúnaður og umgjörð til fyrirmyndar hjá félaginu.

 

Á meðan Sigurbergur og Viktor léku knattspyrnu með ungliðaliðunum funduðu Valgeir og Kristján með stjórnarmönnum Akademíu Wolves annars vegar og stjórnarmönnum félagsins í heild hins vegar. Ljóst er að vilji er hjá báðum félögum um að taka upp samstarf milli félaganna og verður sú vinna þróuð á næstu mánuðum.

 

Ferðasögu þeirra félaga er hægt að lesa í fullri lengd á www.keflavik.is eða með því að smella hér.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024