Vel heppnað sundmót í Reykjanesbæ
Sunddeild ÍRB hefur nú unnið tvö stórmót á tveimur vikum, AMÍ og Bikarkeppni SSÍ. Mikil stemmning er hjá deildinni og keppnisfólkið í góðu formi. Eftir langar og strangar æfingar eru árangurinn svo sannarlega að koma í ljós.
Steindór Gunnarsson og Eðvarð Þór Eðvarðsson, þjálfarar ÍRB, hafa náð góðum árangri með hópinn en karla- og kvennalið ÍRB sigruðu í 1.deild.
Kvennaliðið náði 906 stigum meira en Sunddeild KR sem lenti í öðru sæti og karlaliðið náði 963 stigum meira en Sundfélag Hafnarfjarðar sem lenti í öðru sæti.
Það var ánægður hópur sem tók við bikurunum í lok mótsins.
1. deild kvenna
|
1. deild karla
2. deild |
Sex aldursflokkamet féllu á mótinu. Tvö aldursflokkamet féllu í boðsundi stúlkna. Fjögur aldursflokkamet voru síðan felld af ungum Fjölnismanni, Kristni Þórarinssyni, í skriðsundi og baksundi.
Þess má geta að Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Soffía Klemensdóttir, bæði úr ÍRB, eru á leið á Evrópumeistaramót unglinga sem haldið verður í Serbíu í byrjun ágúst. Þau hafa náð lágmarki sem þarf til að komast á það mót. |
Myndir frá Bikarmóti Íslands í sundi sem haldið var í Reykjanesbæ, ÍRB tekur við bikurum.
Mynd af Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni og Soffíu Klemensdóttur sem eru á leið til Serbíu að keppa í sundi.
VF/IngaSæm