Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vel heppnað sundmót í Reykjanesbæ
Sunnudagur 6. júlí 2008 kl. 12:17

Vel heppnað sundmót í Reykjanesbæ

Sunddeild ÍRB hefur nú unnið tvö stórmót á tveimur vikum, AMÍ og Bikarkeppni SSÍ. Mikil stemmning er hjá deildinni og keppnisfólkið í góðu formi. Eftir langar og strangar æfingar eru árangurinn svo sannarlega að koma í ljós.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Steindór Gunnarsson og Eðvarð Þór Eðvarðsson, þjálfarar ÍRB, hafa náð góðum árangri með hópinn en karla- og kvennalið ÍRB sigruðu í 1.deild.
Kvennaliðið náði 906 stigum meira en Sunddeild KR sem lenti í öðru sæti og karlaliðið náði 963 stigum meira en Sundfélag Hafnarfjarðar sem lenti í öðru sæti.
Það var ánægður hópur sem tók við bikurunum í lok mótsins.

1. deild kvenna
1.         Íþróttabandalag Reykjanesb, ÍRB      15.966
2.         Sunddeild KR                                    15.060
3.         Sundfeálgið Ægir                                14.933
4.         Sundfélag Hafnarfjarðar, SH              14.021
5.         Sundfélag Akraness, ÍA                     12.893
6.         Sundfélagið Óðinn                             12.315


2. deild kvenna
1.         Sunddeild Fjölnis        9.530
2.         Hamar, sunddeild       683

1. deild karla
1.         Íþróttabandalag Reykjanesb, ÍRB      16.069
2.         Sundfélag Hafnarfjarðar, SH              15.106
3.         Sundfélagið Ægir                                13.651
4.         Sunddeild KR                                    13.623
5.         Sundfélag Akraness, ÍA                     11.424
6.         Sundfélagið Óðinn                             10.907


2. deild
1.                  Sunddeild Fjölnis  8.025


Sex aldursflokkamet féllu á mótinu. Tvö aldursflokkamet féllu í boðsundi stúlkna. Fjögur aldursflokkamet voru síðan felld af ungum Fjölnismanni, Kristni Þórarinssyni, í skriðsundi og baksundi.

Þess má geta að Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Soffía Klemensdóttir, bæði úr ÍRB, eru á leið á Evrópumeistaramót unglinga sem haldið verður í Serbíu í byrjun ágúst. Þau hafa náð lágmarki sem þarf til að komast á það mót.



Myndir frá Bikarmóti Íslands í sundi sem haldið var í Reykjanesbæ, ÍRB tekur við bikurum.

Mynd af Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni og Soffíu Klemensdóttur sem eru á leið til Serbíu að keppa í sundi.

VF/IngaSæm