Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Vel heppnað kvennahlaup í Sandgerði
Þriðjudagur 13. júní 2006 kl. 19:12

Vel heppnað kvennahlaup í Sandgerði

Í Sandgerði var hlaupið í Kvennahlaupinu eins og á svo mörgum öðrum stöðum á landinu. Tæplega 100 konur á öllum aldri voru skráðar til hlaupsins sem hófst kl:11:00 með upphitun undir leiðsögn Lóu Bjargar.

Boðið var upp á þrjár vegalengdir í hlaupinu 1,5 km, 3 km og 5 km. Flestar konurnar hlupu 3 km og nokkrar gallharðar fóru 5 kílómetrana eins og ekkert væri. Að hlaupi loknu var boðið upp á Egils kristal og Prins Póló og frítt var í sund.

 

 

 



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024