Vel heppnað Fjölskyldumót Badmintondeildarinnar
Sunnudaginn 2 desember síðastliðinn fór fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ hið árlega fjölskyldumót Badmintondeildar Íþrótta og Ungmennafélagsins. Mótið er með því sniði að foreldrar eða eldri systkyni koma með iðkendum og spila, leikinn er tvíliðaleikur. Mótið var nokkuð vel sótt, og virtust allir hafa mjög gaman af þessu eins og venjulega og hart var barist.
Að mótinu loknu var farið niður í K-hús þar sem þátttakendum var boðið uppá kaffi (svala) og piparkökur og sitthvað fleira af sætmeti, þar var þátttakendum veitt viðurkenning fyrir þátttökuna. Heppnaðist þetta í alla staði mjög vel og vill Stjórn deildarinnar þakka þátttakendum það er foreldrum og iðkendum fyrir skemmtilegan dag.
VF-Mynd/ Verðlaunahafar á fjölskyldumótinu.