Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Veislan að hefjast í körfuboltanum
Miðvikudagur 24. ágúst 2011 kl. 17:07

Veislan að hefjast í körfuboltanum

Reykjanes Cup, Ljósanæturmót í meistaraflokki karla í körfubolta fer fram dagana 30. ágúst til 2. september næstkomandi og fer mótið fram í Reykjanesbæ fyrir tilstuðlan körfuknattleiksdeilda UMFN og Keflavíkur í samstarfi við Reykjanesbæ. Spennadi verður að sjá hvernig liðin koma undan sumri en miklar mannabreytingar hafa átt sér stað í liðunum héðan af Reykjanesinu.

Leikið er í Ljónagryfjunni á þriðjudag, á Sunnubrautinni á miðvikudag og fimmtudag og svo er leikið um öll sæti á föstudeginum í Ljónagryfjunni.

Þriðjudagur 30. ágúst í Njarðvík
18:30 Fjölnir - Grindavík
20.30 Snæfell - Njarðvík

Miðvikudagur 31. ágúst í Keflavík

18:30 Njarðvík - ÍR
20:30 Grindavík - Keflavík

Fimmtudagur 1. september í Keflavík

18:30 ÍR - Snæfell
20:30 Keflavík - Fjölnir

Föstudagur 2. september í Njarðvík
17:00 5-6 sæti
19:00 3-4 sæti
21:00 úrslitaleikur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024