Veiran hefur umturnað mínu daglega lífi
Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson er kominn heim frá Svíþjóð. Hann varð meistari með liði sínu og valinn besti bakvörðurinn í sænsku deildinni.
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson segir veiruna hafa umturnar lífi sínu en hann var nýlega valinn besti bakvörðurinn í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Hann segist vera án vinnu eftir að tímabilinu var aflýst í Svíþjóð.