Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Veglegt happdrætti hjá kvennaboltanum
Þriðjudagur 4. desember 2012 kl. 09:28

Veglegt happdrætti hjá kvennaboltanum

Sala er hafin á miðum í happdrætti meistaraflokks og 2. flokks kvenna, knattspyrnudeild Keflavíkur.    Stórglæsilegt happdrætti þar sem aðalvinningur er Apple – Ipad 32 GB.  Fjöldi annarra eigulegra vinninga, s.s. inneignarkort hjá Nettó, gjafir frá N1, árskort á leiki mfl. karla 2013, pinnamatarveisla fyrir 10 manns frá Flugeldhúsi IGS, stafrænn myndarammi frá Omnis,  ofl. ofl.

Heildarverðmæti vinninga er um 600 þúsund og alls 47 vinningar þannig að um að gera að fá sér miða á þúsund kall stykkið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að nálgast miða með því að hringja í 774-8190.

Dregið verður 21. desember hjá sýslumanninum í Keflavík.