Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

VefTV: „Unnum okkar heimavinnu“
Elías Már skorar seinna mark sitt.
Þriðjudagur 13. maí 2014 kl. 08:02

VefTV: „Unnum okkar heimavinnu“

Keflvíkingar kátir eftir sigur gegn Blikum

Menn voru kampakátir í leikslok á Nettóvellinum eftir sætan sigur gegn Breiðablik í Pepsi-deildinni í gær. Hljóðið í mönnum var gott enda tryggðu Keflvíkingar sé stöðu á toppi deildarinnar með 2-0 sigri. „Það er mjög mikilvægt að halda hreinu. Ef við gerum það þá kemur hitt oftast með. Sú var raunin í dag,“ sagði Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson í leikslok.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta er það sem við lögðum upp með gegn Blikum. Við unnum okkar heimavinnu og kláruðum leikinn,“ sagði markaskorarinn Elías Már sem var hógværðin uppmáluð í leikslok þrátt fyrir að skora tvö mörk í leiknum. Hann viðurkenndi þó að hann væri sennilega aðeins fljótari en Gunnleifur markvörður Blika, endi nýtti hann sér það í seinna markinu. „Hann er aðeins eldri en ég þannig að ég ákvað að fara bara á hann. Ég átti nokkur skref á hann,“ sagði Elías léttur í bragði.

Kristján Guðmundsson þjálfari var sáttur við varnarskipulag liðsins og sóknarleikurinn var að hans mati ágætur. Viðtöl við Keflvíkinga má sjá hér að ofan.