VefTV: Sigurhátíð í Holtaskóla í morgun
- Nemendur í Holtaskóla tóku vel á móti sigurliðinu í Skólahreysti
Það var sannkölluð sigurhátíð í Holtaskóla í morgun en skólinn bar sigur úr býtum í Skólahreysti í þriðja sinn í röð í gær í Laugardalshöll. Vel var tekið á móti þeim nemendum sem kepptu fyrir hönd skólans og var liðið ákaft hyllt af nemendum skólans á samkomu í sal skólans.
	Rætt er við liðsmenn liðsins og einnig þá Bergþór Magnússon, íþróttakennara í Holtaskóla, og Jóhann Geirdal, skólastjóra í Holtastjóra, í myndbandinu hér að neðan. Báðir telja þeir Bjarni og Jóhann að mikil og góð liðsheild hafi orðið til þess að skólinn vann keppnina í þriðja sinn í röð.
	
	Lið Holtaskóla í ár var skipað þeim Theodór Sigurbergssyni, Kolbrúnu Júlíu Newman, Guðmundi Ólafssyni og Ingibjörgu Sól Jónsdóttur.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				