VefTV: Siggi þjálfari fór í sturtu með Keflavíkurstelpunum
Hann gat ekki annað eftir frábæran vetur og þrjá titla.
Sigurður Ingimundarson segir Keflavíkurstúlkurnar ótrúlegt baráttulið með mikinn karakter. Þær hafi unnið vel fyrir þessum frábæra árangri í vetur en þær urðu bikar, deildar- og Íslandsmeistarar 2013. Hann er ekki viss með sína framtíð í þjálfun liðsins en skellti sér þó í sturtu með stelpunum eftir fagnaðarlætin og viðtalið við Víkurfréttir.