VefTV: Rallýakstur í Gufunesi
Reykjavíkurrallið stendur nú sem hæst og eins og komið hefur fram hér á vef Víkurfrétta eru þrjú lið frá Suðurnesjum með í keppninni, sitt í hverjum flokknum. Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson keppa á Subaru Impreza 2002 í N-grúppu, Óskar Sólmundarson og Valtýr Kristjánsson keppa á Subaru Impreza VRC 2001 í 2000cc flokki, og Henning Ólafsson og Rúnar Eiríksson keppa á Toyota Corolla í 1600cc flokki.
Myndatökumaður Víkurfrétta, Magnús Sveinn Jónsson, fékk að sitja með í rallýbíl ökuleiðina um Gufunes. Ekki reyndist hægt að fá far með Suðurnesjamönnum en feðgarnir Sigmundur Guðnason og Jón Aron Sigmundsson frá Hveragerði leyfðu okkur að fljóta með. Í VefTV er komið myndband sem sýnir þá svaðilför ásamt viðtölum við Suðurnesjamennina og svipmyndum frá keppninni í Gufunesi.
Mynd: Óskar Sólmundarson og Valtýr Kristjánsson eru í fjórða sæti í keppni 2000cc rallýbíla. Vf-mynd: Magnús Sveinn.