Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

VefTV: „Með svona leik förum við langt,“ sagði Sverrir Þór
Þriðjudagur 22. mars 2011 kl. 12:18

VefTV: „Með svona leik förum við langt,“ sagði Sverrir Þór

„Við spiluðum vel allan tímann, bæði í vörn og sókn,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkurstúlkna eftir leikinn í gær gegn Hamri en Njarðvík landaði góðum sigri í Ljónagryfjunni 86-78.

Sverrir sagði stelpurnar hafa mætt tilbúnar í leikinn og að þær hafi sýnt það og sannað í gær. „Við gerðum alltof mörg mistök í síðasta leik en löguðum það hér heima.“ Aðspurðu hvort svona spilamennska gæti skilað titlinum segist Sverrir ekkert vera farinn að hugsa svona langt. „Við þurfum bara að hugsa um að fara í gegnum þessa rimmu við Hamar en þær eru með hrikalega sterkt lið. Ef hugafarið hjá stelpunum verður eins og það var í kvöld, gerum það sem lagt er upp með fyrir leik, að þá förum við langt í þessari keppni.“

Ólöf Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var hæstánægð með leikinn í gær. „Við mættum með svakalega baráttu og unnum þetta á vörninni en hún skipti öllu máli í þessum sigri,“ sagði Ólöf. „Við mættum reyndar slaka aðeins meira á í sókninni og passa boltan betur. Einnig þurfum við að rífa fleiri fráköst en ef við höldum svona áfram munu svona leikir skila okkur titlinum, engin spurning.“

[email protected]


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024