VefTV: Komnir úr áhorfendastúkunni og inn á völlinn
Ungu strákarnir í Iceland Express liði Njarðvíkur í körfubolta voru flestir áhorfendur á leikjum UMFN í fyrra en eru núna komnir, ungir að árum, í fremstu víglínu. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu granna sína úr Keflavík í Lengjubikarkeppninni. Einn af þessum ungu peyjum er sonur annars þjálfarans, Elvar Már Friðriksson. Hann og félagar hans hafa æft stíft frá því í sumar. Valur Orri Valsson er einn af ungu Keflavíkurstrákunum og hann var ekki eins hress og Elvar eftir leikinn.
Skemmtilegt viðtal við þá félaga sem tekið var eftir leikinn í Ljónagryfjunni í gærkvöldi.