VefTV: Erfitt að vera sonur þjálfarans - segir Bojan Ljubicic
Bojan Stefán hefur staðið sig vel með Keflavík í sumar og er bjartsýnn á framtíðina hjá félaginu en segir fólk ekki getað ímyndað sér hvernig það sé að vera sonur þjálfarans.
Bojan Stefán Ljubicic hefur staðið sig vel með Pepsi-deildarliði Keflavíkur í sumar. Hann hefur m.a. skorað 3 mörk en hann leikur á vinstri kantinum. Bojan er sonur Zorans Ljubicic sem þjálfaði lið Keflavíkur en hann var rekinn á miðju sumri. Við spyrjum Bojan út í sumarið með Keflavík og hvernig það hafi verið að vera sonur þjálfarans í liðinu.