Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði fyrsta mark Vålerenga og lagði upp það fjórða í 4-0 sigri gegn Marbella FC í æfingaleik á Spáni í gær. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var mark framherjans ansi laglegt.