VefTV: Craion með troðslu beint úr innkasti
Hrikaleg „alley-oop“ troðsla
Keflvíkingurinn Michael Craion er orðinn þjóðþekktur fyrir háloftafimleika sína. Sérstaklega eru liðsfélagar hans duglegir við að senda á hann svokallaðar „alley-oop“ sendingar þar sem hann tekur boltann á lofti og treður honum í körfuna.
Þeir hjá leikbrot.is náðu þessari troðslu Craion á myndband í leik gegn Valsmönnum í Domino's deild karla á dögunum. Þar fær Craion boltann beint úr innkasti og treður glæsilega yfir vörn Valsmanna. Myndband af tilþrifunum má sjá hér að neðan.