VefTV: Bryndís og Sigurður eftir sigurinn í kvöld
„Kom ekki til greina að tapa þremur heimaleikjum í röð,“ sagði Bryndís eftir sigur á Val
Keflavíkurstúlkur munu mæta KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s deild kvenna í körfuknattleik eftir sigur gegn Val í oddaleik í kvöld, 78-70. Víkurfréttir ræddi við þau Bryndísi Guðmundsdóttur og Sigurð Ingimundarson eftir leik.
Bryndís átti mjög góðan leik fyrir Keflavík og skoraði 24 stig. Hún steig upp í lokaleikhlutanum sem Keflavík vann með 18 stig mun og setti meðal annars niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfur. Nánar í myndbandinu hér að neðan.