Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

VefTV: 11. flokki Grindavíkur vel fagnað
Grindvísku strákarnir í 11. flokki karla. VF-Mynd/Páll Orri
Mánudagur 29. apríl 2013 kl. 12:08

VefTV: 11. flokki Grindavíkur vel fagnað

Það var rífandi stemmning í Grindavík þegar meistaraflokkur félagsins varð Íslandsmeistari karla í körfuknattleik. Það voru þó ekki einu Íslandsmeistararnir sem Grindvíkingar eignuðust þennan dag því 11. flokkur félagsins varð einnig Íslandsmeistari fyrr um daginn. Jóhann Árni Ólafsson þjálfar 11. flokkinn og varð því tvöfaldur meistari.

Jón Axel Guðmundsson varð einnig tvöfaldur Íslandsmeistari í gær en hann leikur með bæði 11. flokki og meistaraflokki. Hann var valinn maður leiksins í úrslitaleiknum hjá 11. flokki í gær og átti því sérlega góðan dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá þegar 11. flokkur liðsins var fagnað í hálfleik af stuðningsmönnum Grindavíkur.