Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

VefTV - Sverrir Þór: Lokakaflinn virkilega dapur
Mánudagur 22. apríl 2013 kl. 22:49

VefTV - Sverrir Þór: Lokakaflinn virkilega dapur

- „Við munum kýla frá okkur,“ segir Siggi Þorsteins

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, voru skiljanlega svekktir eftir tap gegn Stjörnunni í kvöld, 89-101. Þar með er Grindavík 1-2 undir í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og verður að vinna næstu tvo leiki til að verja titilinn.

„Ég er hundsvekktur að við skyldum ekki klára þennan leik af fullum krafti. Við vorum að spila vel lengst af í leiknum. Varnarlega vorum við ekki nógu sterkir og vorum að fá á okkur of mörg stig,“ sagði Sverrir Þór í leikslok. Þrátt fyrir að útlitið sé nú svart fyrir Grindvíkinga þá er Sverrir alls ekki tilbúinn að leggja árar í bát.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við fáum séns í Garðabænum, ætlum að vinna þar og fá oddaleik. Það er erfitt að vinna Stjörnuna en við gerum það á fimmtudag.“

Nánar má heyra í þeim Sverri og Sigurði í myndabandinu hér að ofan.


Sigurður Þorsteinsson og félagar hans í Grindavík fá einn séns í viðbót í Ásgarði á fimmtudag.