Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Veftímarit: Spakvissar systur
Katla María og Íris Una Þórðardætur eru lykilmenn í meistaraflokki þrátt fyrir að vera í 10. bekk í grunnskóla.
Laugardagur 11. febrúar 2017 kl. 14:52

Veftímarit: Spakvissar systur

TVÍBURASYSTURNAR ÍRIS UNA OG KATLA MARÍA ERU LANDSLIÐSKONUR

Keflvíkingar eiga tvo fulltrúa í 17 ára landsliði kvenna í fótbolta sem heldur til Skotlands síðar í mánuðinum. Þarna eru á ferðinni eineggja tvíburasysturnar Íris Una og Katla María Þórðardætur. Þær eru á síðasta ári í Grunnskólanum í Sandgerði þar sem þær ólust upp. Þrátt fyrir ungan aldur eru þær þegar orðnar lykilleikmenn í Keflavíkurliðinu sem var grátlega nærri því að komast upp í efstu deild síðasta sumar. Þær eru ákaflega samrýndar og eru öllum stundum saman. Þær ná vel saman á vellinum og finnst gott að vita af hvor annarri til stuðnings. Þær eru á því að kostir þess að vera tvíburi séu mun fleiri en gallarnir. „Maður er alltaf með einhvern með sér og er aldrei einn,“ segja þessar samstíga systur.

Sjá má video-viðtatal við systurnar í veftímariti okkar, en þar fá myndir og myndbönd að njóta sín til fulls í skemmtilegu umbroti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá umfjöllun hér