Vef TV: Veglegt myndband frá boxveislunni
Þorgils Jónsson, blaðamaður hjá Víkurfréttum, hefur sett saman veglegt myndband frá boxveislunni sem fram fór í Boxhöllinni í Reykjanesbæ um síðastliðna helgi.
Íslendingar og Írar áttust þá við frammi fyrir rúmlega 300 manns sem létu vel í sér heyra. Hægt er að skoða myndbandið hér hægra megin á síðinni með því að fara í Vef TV.
VF-mynd/Jón Björn Ólafsson – [email protected]