Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vef TV: Kristján gerir upp sumarið
Þriðjudagur 2. október 2007 kl. 20:00

Vef TV: Kristján gerir upp sumarið

Knattspyrnusumrinu lýkur nú um helgina þegar FH og Fjölnir mætast í VISA bikarúrslitum. Keflvíkingar áttu bikartitil að verja í ár en voru slegnir út af Blikum. Víkurfréttir tóku hús á Kristjáni Guðmundssyni þjálfara knattspyrnuliðs Keflavíkur og fórum vítt og breytt um knattspyrnuheima. Kristján ræðir m.a. um aðstöðumál knattspyrnunnar í Keflavík sem hann segir vera mun slakari en gengur og gerist víða annars staðar hjá liðum í Landsbankadeild. Þá kemur það einnig fram að lið Keflavíkur mun líkast til verða nokkuð yngra á næstu leiktíð en það var á nýliðinni leiktíð. Þetta og margt fleira í viðtalinu við Kristján.

 

Hægt er að sjá viðtalið við Kristján í Vef TV Víkurfrétta hér hægra megin á vf.is eða með því að smella hér.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Þjálfararnir Kristján og Kristinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024