Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Varði Íslandsmeistaratitilinn í borðtennis
Mánudagur 8. mars 2010 kl. 11:13

Varði Íslandsmeistaratitilinn í borðtennis

Jóhann Rúnar Kristjánsson varði Íslandsmeistaratitil sinn í borðtennis í 1. flokki karla á móti sem lauk í TBR-húsinu í gær. Þar var leikið til úrslita í átta flokkum á Íslandsmóti fullorðinna í borðtennis 2010.


Í úrslitaleiknum lék Jóhann Rúnar á móti Hlöðveri Steina Hlöðverssyni úr KR og vann hann 3-1. (11-5, 11-3, 9-11, 11-7).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þetta var annað árið í röð sem þessir leikmenn mætast í úrslitum og aftur sigraði Jóhann. Hann varði þar með titilinn frá 2009. Árangur Jóhanns er sérstaklega athyglisverður þar sem hann er bundinn við hjólastól.


Í samtali við Víkurfréttir sagði Jóhann Rúnar að það hafi kostað mikil átök að komast í úrslitaleikinn. Þannig var Jóhann undir í undanúrslitaleik gegn Gunnari Snorra Ragnarssyni úr KR. Í annarri lotu var hann undir 10-8, en snéri leiknum við og vann 12-10. Þá tók hann tvær næstu lotur og og fór í úrslitin með 3-2 sigri.


„Þetta voru mikil átök. Ég var hins vegar staðráðinn í að gefast ekki upp og mér tókst ætlunarverk mitt um helgina,“ sagði Jóhann Rúnar í samtali við Víkurfréttir.