Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Var að leita að nýjum áskorunum
Þriðjudagur 17. ágúst 2010 kl. 09:00

Var að leita að nýjum áskorunum

-segir Antony Kattan, nýr þjálfari ÍRB


„Ég sá auglýsingu snemma á þessu ári á vefsíðu Ástralska sundþjálfara- og sundkennarasambandsins. Ég var á þeim tíma að leita að nýjum áskorunum en vissi í raun ekkert um Ísland sem land, hvað þá sundlífið hér.  Svo ég fór að kanna og skoða landið og allt í kringum sundið hérna. Það sem heillaði mig fyrst og fremst var leiðarljós liðsins ÍRB, sem var mikil einurð og vilji til að vinna að markmiðum liðsins,“ svarar Antony Kattan, nýr sundþjálfari ÍRB þegar hann er inntur eftir því hvað hafi dregið hann hingað til Íslands. Hann hóf störf hjá ÍRB í síðustu viku.

Antony hefur mikla reynslu sem þjálfari og þykir forsvarsmönnum ÍRB mikill fengur í því að hafa fengið hann hingað. Síðastliðið ár var hann við þjálfarastörf í Hong Kong en þar áður þjálfaði hann lið North Shore á Nýja Sjálandi þar sem eigi færri en þrettán olympíufarar voru í liðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„ÍRB hefur ótrúlega möguleika og hefur mikið af frambærilegum sundmönnum.  Allt er til staðar til að við verðum enn betra lið.  Sundmennirnir vöktu hrifningu mína með vinnusemi sinni á Spáni, þar sem við vorum við æfingar á Benidorm.,“ segir Antony um sundfólkið hjá ÍRB.

Ítarlegra viðtal verður við Antony í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
---
VFmynd/elg – Antony Kattan á sundlaugarbakkanum í Reykjanesbæ.