Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Valur tók fyrsta leikinn
Birna Valgerður Benónýsdóttir var í góðum gír og gerði fimmtán stig auk þess að taka sjö fráköst. VF/JPK
Fimmtudagur 20. apríl 2023 kl. 08:35

Valur tók fyrsta leikinn

Fyrsta viðureign Keflavíkur og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna fór fram í Blue-höllinni í gær. Eftir hörkuleik sigu gestirnir fram úr Keflvíkingum og höfðu að lokum þriggja stiga sigur, 66:69.

Fyrsti leikhluti var jafn og augljóst að taugarnar voru þandar til hins ítrasta hjá leikmönnum, mikið um mistök á báða bóga. Það voru Keflvíkingar sem fóru fyrr í gang og náðu að byggja upp ágætis forystu áður en blásið var til hálfleiks, staðan 36:29.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Daniela Wallen var stigahæst Keflvíkinga með sautján stig. Þá tók hún fjórtán fráköst og átti sex stoðsendingar.

Keflavík hélt áfram að auka forystuna í þeim þriðja og náðu mest þrettáns stiga forystu (47:34) í þriðja leikhluta en þá tók við frostakafli og hvorki gekk né rak hjá liðinu. Valur vann sig inn í leikinn með hörkuvörn og Keflvíkingar fóru að reyna ótímabær skot úr erfiðum færum.

Snemma í fjórða leikhluta náðu gestirnir að jafna leikinn og komast yfir (56:54), eftir það var allt í járnum og sigurinn hefði getað lent hvoru megin en það voru Valskonur sem höfðu að lokum sigur og leiða því einvígið 1:0.

Eftir leik sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að Keflavík hafi hætt að vinna saman eins og lið og einstaklingsframtakið hafi tekið við, sem skilaði engu. Það væri ekki leikur Keflavíkurliðsins og þyrfti að vinna í fyrir næsta leik.

Keflavík - Valur 66:69

(13:12, 23:17, 18:22, 12:18)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 17/14 fráköst/6 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 15/7 fráköst, Karina Denislavova Konstantinova 14/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 10, Katla Rún Garðarsdóttir 8, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2, Agnes María Svansdóttir 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Anna Lára Vignisdóttir 0/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á leiknum og má sjá myndasafn frá honum neðst á síðunni auk viðtals við Hörð Axel eftir leik.

Keflavík - Valur (66:69) | Úrslit Subway-deildar kvenna 19. apríl 2023