Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Valur Orri með sigurmark Skallana
Valur í búningi Skallagríms.
Fimmtudagur 13. júní 2013 kl. 08:11

Valur Orri með sigurmark Skallana

Valur orðinn „Supersub“ hjá Borgnesingum

Körfuboltakappinn Valur Orri Valsson heldur áfram að gera það gott í fótboltanum með liði Skallagríms frá Borgarnesi. Í gær skoraði Valur sigurmark Skallagríms gegn liði Skínanda í 4. deild karla B í 2-1 sigri. Valur kom inná sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og byrjaði á því að leggja upp mark fyrir félaga sinn sem jafnaði metin. Valur skoraði svo sigurmark leiksins skömmu síðar með skalla eftir aukaspyrnu. Valur sem er vanur er að leika körfubolta með Keflavík hefur núna skorað þrjú mörk í deildinni af hægri kantinum og er meðal markahæstu manna í deildinni.

Tengd frétt:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Pabbi á ekki roð í kallinn.“