Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Valur Orri í háskólaboltann
Mánudagur 8. ágúst 2016 kl. 17:25

Valur Orri í háskólaboltann

Erfitt að yfirgefa Keflavík - þarf að sitja á bekknum fyrsta tímabilið

Bakvörðurinn Valur Orri Valsson mun ekki leika með Keflvíkingum í úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur þar sem kappinn ætlar í háskólanám í Bandaríkjunum.

Valur heldur utan á sunnudag og hefur nám í haust við Florida Institute of Technology. Valur hefur undanfarin fimm ár leikið með Keflvíkingum í Domino’s deildinni en hann lék einstaklega vel í vetur. Í samtali við Víkurfréttir segir Valur að hann hafi hugsað um háskólaboltann í einhvern tíma og nú loks sé hann tilbúinn að hefja háskólanám, en hann hyggst leggja markaðsfræði fyrir sig í Flórída. Hann segist kveðja Keflavík með söknuði en telur tíma til þess að breyta um umhverfi á þessum tímapunkti.

Valur sem er 22 ára gamall þarf reyndar að sitja á bekknum fyrsta tímabilið sökum aldurs og nær því aðeins að leika þrjú tímabil af þeim fjórum sem námið er. „Það verður mjög erfitt en ég er þó spenntur fyrir því að hefja nám í háskóla,“ segir Valur sem þó fær að æfa með liðinu allt fyrsta tímabilið þó svo að hann muni ekki spila. Hann mun leika í sömu deild og Njarðvíkingurinn Elvar Friðriksson sem leikur með Barry háskólanum í Miami.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024