Valsstúlkur byrjaðar að fagna Íslandsmeistaratitli
Kvennalið Vals er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 4:0 útisigur á Keflavík í gærkvöld. Þegar aðeins ein umferð er eftir af mótinu eru Valsstúlkur í efsta sæti, þremur stigum á undan Breiðabliki. Markatala Vals er hins vegar mun betri og þurfa Blikastúlkur því að vinna upp 31 marks mun ætli þær sér að hirða titilinn. Valsstúlkur höfðu því ástæðu til að fagna í Keflavík í kvöld eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Þrjátíu mörk voru skoruð í umferð kvöldsins og Landsbankinn greiddi 30.000 krónur á hvert mark til góðgerðarmála. Kvöldið kostaði bankann því 900.000 krónur.
Félag | L | U | J | T | Mörk | Net | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Valur | 13 | 12 | 0 | 1 | 87 - 8 | 79 | 36 |
2 | Breiðablik | 13 | 11 | 0 | 2 | 62 - 14 | 48 | 33 |
3 | KR | 13 | 9 | 0 | 4 | 70 - 22 | 48 | 27 |
4 | Stjarnan | 13 | 8 | 0 | 5 | 36 - 23 | 13 | 24 |
5 | Keflavík | 13 | 6 | 0 | 7 | 40 - 33 | 7 | 18 |
6 | Fylkir | 13 | 4 | 0 | 9 | 14 - 71 | -57 | 12 |
7 | Þór/KA | 13 | 1 | 0 | 12 | 14 - 65 | -51 | 3 |
8 | FH | 13 | 1 | 0 | 12 | 6 - 93 | -87 | 3 |