Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Valsmenn hefja titilvörnina í Keflavík
Laugardagur 9. febrúar 2008 kl. 12:57

Valsmenn hefja titilvörnina í Keflavík

Drög að niðurröðun landsdeilda (Landsbankadeild karla, 1. deild karla, 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna), hafa nú verið birt. Dagsetningar eru birtar með ofangreindum deildum en athuga ber að einungis er um drög að ræða. Samkvæmt drögunum munu Íslandsmeistarar Vals í Landsbankadeild karla hefja titilvörn sína gegn Keflavík á Keflavíkurvelli laugardaginn 10. maí.

 

Þann sama dag munu nýliðar Grindavíkur mæta KR á KR velli í Reykjavík. Keflavíkurkonur fá strax tækifæri til að hefna fyrir bikarleikinn gegn KR en liðin mætast þriðjudaginn 13. maí kl. 19:15 á Keflavíkurvelli. Í 1. deild karla fá Njarðvíkingar heimaleik í 1. umferð og taka á móti Stjörnunni kl. 17:00 mánudaginn 12. maí.

 

Bæði Reynir og Víðir eiga að hefja leik í 2. deild karla föstudaginn 16. maí þegar Víðir tekur á móti Hetti Egilsstöðum kl. 20:00 á Garðsvelli og Reynir mætir Hamri á Grýluvelli í Hveragerði.

 

Nánar má skoða drögin á www.ksi.is

 

VF-Mynd/ [email protected] - Guðmundur Steinarsson og félagar í Keflavík taka á móti Íslandsmeisturum Vals í 1. umferð Landsbankadeildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024